20.3.2008 | 03:59
Shit?
Ég fékk fyrstu bloggvina "beiðnina" mína í dag. Og að sjálfsögðu fyllist minn sjálfselski hugur alls kyns hugmyndum og óhugmyndum.
Ætlunin var í upphafi að hafa þetta nafnlaust blogg þar sem mín (stelpubjáni á þrítugsaldri) skoðun yrði rædd í sambandi við málefni og menn. Eftir fyrstu stofnun hefur stofnandi talið sig með andlausara móti og tekið þá ákvörðun að láta fólk hér óáreitt þar til eitthvað gagnlegt væri fram að færa.
En get nú ekki orða bundist. Vinaóskir - og það nöfn sem líklegast tengjast fjölskylduböndum. Var mitt tilætlaða "gerviblogg" svo gagnsætt eða gefur blog.mbl.is upp slíkar upplýsingar í leit sinni?
Hef ekki reynt slíkt sjálf - eignum þetta "a"syndróminu þar til annað kemur í ljós.
Athugasemdir
Margir hafa gaman af nafnlausum bloggum, ef fólk hefur ekki kjark til að koma fram undir nafni á það bara að vera í lagi.
Velkomin í bloggheiminn Lillý Gúnda!
Þú ert komin með myndarlegan bloggvinahóp sé ég.
Róslín A. Valdemarsdóttir, 26.3.2008 kl. 22:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.